12.10.1934
Neðri deild: 8. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1667 í B-deild Alþingistíðinda. (2021)

36. mál, þingsköp Alþingis

Ólafur Thors:

Ég vil aðeins í sambandi við þessa breyt. á þingsköpum leyfa mér að benda á það, að víða í nágrannalöndunum tíðkast það, að forsetunum sé skipt milli flokka, þannig, að t. d. hafi stjórnarflokkarnir aðalforseta, en stjórnarandstæðingar 1. eða 2. varaforseta. Ég vildi vekja athygli hv. allshn. á þessu og vita, hvort henni finnst ekki ástæða til að gera hér breyt. í þessa átt. Kæmi þá til álita, hvort ekki ætti að hafa þetta fyrirkomulag einnig í báðum deildum.