07.12.1934
Efri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1935 í B-deild Alþingistíðinda. (2073)

73. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Magnús Guðmundsson:

Ég ætla ekki að innleiða miklar umr. um þetta mál, fjarri því, en ég vildi áður en málið færi úr d. láta í ljós, að ég skil ekki, að það verði sparnaður á sameiningu landssímastjóra- og póstmálastjóraembættunum hér í Rvík. Ég hygg, að það verði að koma aðrir starfsmenn í staðinn, svo sparnaðurinn verði enginn. Um sameiningu þessara starfa hingað og þangað um landið verð ég að segja, að ég hefi aldrei fundið, að neinn sparnaður væri að því. Gagnvart þeim mönnum, sem lagt hafa stund á póststörfin, kemur þetta vitanlega svo fram, að þeir eru með þessu gerðir að undirmönnum þeirra, sem með símamálin fara, um aldur og æfi. Ég vildi aðeins láta þessa skoðun mína sjást í Alþt., áður en málið færi út úr d.