10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1937 í B-deild Alþingistíðinda. (2080)

73. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti! Frv. þetta, sem nú er komið hingað aftur frá Ed., var afgr. héðan eins og samgmn. hafði gengið frá því. Í Ed. hefir það líka verið samþ. með litlum breyt. Það hefir aðeins verið gerð lítilsháttar orðabreyt. á byrjun 3. gr., sem n. telur til bóta, þar sem sú breyting hefir engin áhrif á efni frv.

Þá liggur hér fyrir brtt. frá hv. þm. Ak., sem mun vera sama efnis og brtt., sem felld var í Ed. Samgmn. þessarar hv. d. sá ekki ástæðu til þess að taka brtt. þessa upp, þegar hún hafði málið til meðferðar, og sér enga ástæðu frekar til þess nú, og leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það er nú.