22.12.1934
Sameinað þing: 29. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2852 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

Þinglausnir

Jónas Jónsson:

Ég vil fyrir hönd okkar, sem starfað höfum undir stjórn hæstv. forseta Sþ., tjá honum frá þingheimi þakklæti fyrir ágæta stjórn á fundum í vetur, sem borið hefir þann árangur, að þingið hefir afkastað ákaflega miklu og erfiðu starfi á stuttum tíma. Og eins og hann óskaði þeim góðrar heimferðar, sem eiga ferð fyrir höndum, eins vil ég óska honum góðs gengis, og enn á ný þakka honum fyrir góða stjórn á fundum í vetur.

Stóð þá upp forsætisráðherra, Hermann Jónasson, og las upp umboð konungs sér til handa til þess að segja Alþingi slitið.

Síðan mælti