27.10.1934
Neðri deild: 21. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1692 í B-deild Alþingistíðinda. (2158)

43. mál, prestssetur í Grundarþingaprestakalli

Frsm. meiri hl. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Meiri hl. allshn. leggur til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., að aftan af 1. gr. falli heimildin til að selja jörðina Saurbæ í Eyjafirði. Meiri hl. n. telur óþarft að orða það í þessum l., þar sem til er heimild í 1. nr. 50 frá 16. nóv. 1907, um sölu kirkjujarða. Annars lítur meiri hl. n. svo á, að ekki sé æskilegt, að ríkið láti af höndum þessa jörð, né jarðir sínar yfirleitt, til einstaklinga og leggur því til, að frv. verði samþ. með áðurgreindri breytingu.