19.10.1934
Neðri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

72. mál, löggilding verslunarstaðar á Hvalskeri

Flm. (Bergur Jónsson):

Ég þykist ekki þurfa að hafa mörg orð fyrir þessu frv. — Þessi staður, sem hér er um að ræða, er sunnanvert við Patreksfjörð; er þar góð höfn, og eitt verzlunarfélag hefir aðsetur sitt á staðnum. En héraðsbúum er nauðsynlegt að fá þarna löggilta höfn, til þess að auðveldara verði að fá skip til þess að koma þar við. Að öðru leyti vísa ég til grg. frv.

Ég býst ekki við, að nauðsynlegt sé að vísa þessu máli til n., og mun því ekki gera till. um það.