16.10.1934
Neðri deild: 11. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (2188)

51. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Frsm. (Bergur Jónsson):

Þetta litla frv. er eingöngu borið fram til þess að fella burt það ákvæði úr lögunum um hafnargerð á Skagaströnd, að ábyrgð sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu á láni til þessa mannvirkis skuli samþ. á tveim aðalfundum í röð með 2/3 atkv. Sjútvn. er á sama máli og hv. flm. um, að hér sé um óþarft ákvæði að ræða, sem aðeins geti orðið til tafar þessu máli, þar sem aðalfundur sýslun. er haldinn aðeins einu sinni á ári. Leggur n. því til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt.