02.10.1934
Sameinað þing: 1. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Kosning til efrideildar

Garðar Þorsteinsson:

Út af því, sem síðasti ræðumaður sagði, vil ég taka fram, að ég get ekki séð, að rétt sé að farið, að kjósa einn mann óhlutbundinni kosningu, þótt ekki sé full tala á listunum. Við nánari athugun hlýtur hv. þm. að sjá, að þetta gæti leitt til algerðs glundroða. Ef t. d. væru tveir flokkar í þinginu og missterkir, frá gæti svo farið, að þeim sterkari þóknaðist að stilla ekki nógu mörgum og notaði síðun atkvæðafjöldann til að kjósa einn ákveðinn mann eða fleiri. Það hlýtur þess vegna að vera tilætlun þingskapa, að kosin sé fullkomin tala hlutbundinni kosningu. Annars væri hlutfallskosningin alveg tilgangslaus, vegna þess að stærsti flokkurinn gæti með óhlutbundinni kosningu kosið einn og einn þm. í senn. Og næst gæti vantað fleiri menn á lista, og mætti þá kjósa einn og einn með þessum hætti.