18.10.1934
Neðri deild: 13. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (2228)

67. mál, útflutningsgjald af síld til hlutaruppbótar sjómönnum

Ólafur Thors:

Ég get nú sagt þessum hv. þm., að ég fylgist með því, sem gerist í stjórnmálunum fullt eins vel og hann, að vísu með töluvert minni fyrirhöfn, þótt ég þykist ekki skyldugur til að lesa allt, sem hann og hans nótar klóra á pappírinn.

En vill þessi hv. þm., sem veður uppi með skæting hér í d., svara því, hvaða réttlæti er í því að greiða þeim sjómönnum, sem hæstan hlut hafa haft, ef til vill tíu sinnum hærri fjárhæð en þeim, sem minnst hafa aflað og eiga nú að mæta vetrinum bjargarlausir? Þorir hann að standa hér upp einu sinni enn og segja, að þetta sé sanngirni?