25.10.1934
Neðri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1759 í B-deild Alþingistíðinda. (2306)

44. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Thor Thors:

Hv. 8. landsk. og ég höfum borið hér fram brtt. á þskj. 194, sem felur það í sér, að aukakosningar þær, sem frv. gerir ráð fyrir, skuli ekki fara fram nema meiri hl. bæjarstj. óski. En samkv. frv. á atvmrh. að geta ákveðið þær án þess að samþykki bæjarstj. komi til. Er brtt. borin fram til að færa þetta til samræmis við viðurkenndar lýðræðisreglur.