25.10.1934
Neðri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1759 í B-deild Alþingistíðinda. (2308)

44. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Thor Thors:

Það er alveg rétt hjá hv. þm. Ísaf., að ef þessi brtt. verður samþ., mundi hún eyðileggja það vald, sem ráðh. er fengið í hendur með frv., að geta einn ákveðið slíkar kosningar, enda er beinlínis til þess ætlazt með till. Við flm. álítum, að það sé meiri hl. bæjarstjórna, sem eigi að hafa úrskurðarvald í þessu máli, en alls ekki ráðh. einn.