05.11.1934
Efri deild: 30. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2328)

44. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Magnús Guðmundsson:

Já, ég undra mig dálítið yfir því, að ekki skuli reynt að kjósa bæjarstjóra aftur. Það gæti farið svo, að hlutkestið félli Alþfl. í vil, og þá mundi þessi hv. flokkur verða ánægður. Þetta lægi nær en ómaka alla bæjarbúa til nýrra kosninga, kannske 10 sinnum, því eins og hæstv. ráðh. játaði, þá er alltaf hægt að kjósa, kjósa og kjósa, þar til unnt er að fá einhverja af kjósendunum til að falla frá sinni skoðun, eins og hv. 2. þm. Rang. benti á. Það er upplýst af hæstv. ráðh., að hans flokkur greiddi ekki atkv. um ráðningu bæjarstjóra í stað Jóns Auðuns Jónssonar, en það er líka upplýst, að þeir greiddu ekki atkv. á móti og hafa því samþ. með þögninni.