07.11.1934
Efri deild: 32. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1788 í B-deild Alþingistíðinda. (2361)

47. mál, síldarverksmiðjan á Raufarhöfn

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er komið frá hv. Nd. og var flutt þar af hv. þm. N.-Þ. Málið hefir fengið ýtarlega athugun í Nd., og var m. a. sent stjórn síldarverksmiðjunnar til umsagnar. Er umsögn hennar prentuð í nál. allshn. Nd. Telur stjórn síldarverksmiðjunnar rétt, að ríkið kaupi verksmiðjuna með þeim forsendum, sem hún tilgreinir.

Þess skal getið, að í þessari umsögn er komizt að þeirri niðurstöðu, að með þeim endurbótum, sem þurfi að gera á verksmiðjunni, muni hún kosta um 200 þús. kr., og þykir það hæfilegt, miðað við afköst. — Allshn. Ed. hefir athugað frv. og leggur til, að það verði samþ.