02.10.1934
Sameinað þing: 1. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

Kosning til efrideildar

Garðar Þorsteinsson:

Ekki get ég séð, að þetta sé misskilningur hjá mér. Þingsköp gera ekki beinlínis ráð fyrir, að slík atvik sem þetta geti komið fyrir. En 6. gr. er orðuð þannig, að þingmenn til Ed. skuli kosnir hlutfallskosningu. Ég get ekki séð, að það samrýmist þeim tilgangi, sem felst í þessari grein, ef farið er kringum ákvæðið með því að stilla ekki nægilega mörgum og kjósa síðan óhlutbundið. Þá er þessari gr. ekki fullnægt. Næst er að álíta, að full tala skuli vera á hverjum lista, og sé svo hlutfallið látið ráða.