16.11.1934
Neðri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1940 í B-deild Alþingistíðinda. (2404)

149. mál, útsvar

Jakob Möller:

Ég vildi aðeins gera grein fyrir því, hvers vegna minni hl. fjhn. er ekki meðflm. þessa frv. Það er ekki af því, að hann sé frv. mótfallinn í raun og veru, heldur stendur svo á þessu, að þegar greidd voru atkv. í n. um þetta mál, var ekki útséð um afdrif frv. um tekju- og eignarskatt, en því frv. var minni hl. mótfallinn. En hann mun ekki leggjast á móti samþykkt þessa frv. í kjölfar frv. um tekju- og eignarskatt.