07.12.1934
Efri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1942 í B-deild Alþingistíðinda. (2470)

149. mál, útsvar

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Það hefir láðst n. að athuga þessa brtt. sérstaklega, og hefi ég því ekkert um hana að segja fyrir hönd n. En mín persónulega skoðun er sú, að hún sé óþörf. Hún veldur töfum í framkvæmd, og ég fyrir mitt leyti tel þær óþarfar eins og samgöngurnar eru nú orðnar. Í flestum tilfellum mun hinn tiltekni frestur nægja, þótt einstök tilfelli geti komið fyrir e. t. v., þar sem hann er of naumur. Ég legg enga höfuðáherzlu á þetta. N. hefir um þetta alveg óbundnar hendur, og ég er hér einungis að láta í ljós eigin skoðun.