21.11.1934
Efri deild: 44. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1801 í B-deild Alþingistíðinda. (2473)

56. mál, hlunnindi fyrir ný iðn- og iðjufyrirtæki

Magnús Jónsson:

Ég þarf ekki að mæla fyrir brtt. minni með löngu máli. Hún er fram komin í sambandi við þau orð, sem ég lét falla við 1. umr., og ber ég hana fram til þess að það atriði gleymist ekki; ég hafði hálfpartinn vonað, að hv. n. kæmi með brtt. í þá átt, en það hefir nú ekki orðið. Brtt. mín fer fram á það, að hlunnindi þau, sem getur um í 1. gr., megi með sömu skilyrðum veita fyrirtækjum, er síðar verða stofnuð í sömu grein, ef atvmrh., að fengnum till. landssambands iðnaðarmanna, veitir leyfi til þess, enda skuli þau sækja um það samkv. 5. gr. l. Vel getur farið svo, að nauðsynlegt þyki að veita fyrirtæki, sem síðar er stofnað, þessi hlunnindi, sem annars eru ætluð fyrsta fyrirtæki í hverri grein, og þykir rétt að hafa smugu í l. til þess.