11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1948 í B-deild Alþingistíðinda. (2522)

114. mál, lögreglustjóri í Ólafsfirði

Frsm. minni hl. (Bergur Jónsson) [óyfirl.]:

Þó að ég gæti ekki orðið meðnm. mínum samferða um afgreiðslu þessa frv., sé ég ekki ástæðu til að hefja neinar kappræður um það. Ég álít varhugavert, að ríkissjóður sé að binda sér bagga með því að halda lengra inn á þessa braut en þegar er orðið. Það getur vel verið rétt hjá hv. frsm. meiri hl., að ekki sé síður ástæða til að veita þessu þorpi slíka heimild en t. d. Keflavík, en ég var líka á móti þeirri heimild, enda hefir hún ekki verið notuð ennþá. Ég teldi réttara, að þessi þorp legðu hreppstjóra sínum einhverja upphæð til að annast þessi störf, eða þá öðrum duglegum manni í þorpinu. heldur en að setja í það dýran, próflærðan mann. Annars mun ég ekki gera þetta að neinu kappsmáli.