02.11.1934
Neðri deild: 26. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1809 í B-deild Alþingistíðinda. (2547)

83. mál, útvarpsrekstur ríkisins

Forseti (JörB):

Ég tel reyndar, að útvarpsráð hafi verið nokkuð þungt í vöfum með að koma umsögn sinni á framfæri í tæka tíð. Þessu frv. var útbýtt hér í hv. d. 18. fyrra mánaðar, svo er því vísað til 2. umr. 25. f. m., nú er kominn 2. nóv., og svo virðist, sem útvarpsráðið sé nýbúið að halda þennan fund. Ég mun þó ekki með öllu synja um frest í þessu máli, en get ekki frestað því lengur en til morguns. (TT: Það verður líka sjálfsagt nóg).