11.12.1934
Efri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (2553)

108. mál, iðnlánasjóður

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. Iðnn. hefir haft það til athugunar og mælir eindregið með því, að það verði samþ. Eftir 1. gr. frv. er ætlazt til, að á næstu 10 árum verði lagðar 25 þús. kr. á ári til að stofna iðnlánasjóð, sem svo verði varið til styrktar hinum smærri iðnaði í landinu. Þetta er aðalákvæði frv.: svo eru vitanlega ýms nánari ákvæði í síðari gr. frv. og fyrirmæli um, hvernig sjóðnum skuli hagað, og sé ég ekki ástæðu til að rekja það nánar. N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.