11.12.1934
Efri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (2554)

108. mál, iðnlánasjóður

Magnús Jónsson:

Hæstv. stj. er alltaf nokkuð hörð í kröfum við okkur sjálfstæðismenn, að við verðum að sjá fyrir fé til framkvæmda þeim málum, sem við berum fram. Ég vil nú spyrja hæstv. stj., hvort séð hafi verið fyrir nægilegu fé til þessa, eða bent á tekjustofna fyrir iðnlánasjóð. Eða er það aðeins þegar nauðsynjamál sjávarútvegsins eiga í hlut, sem jafnhliða þarf að benda á tekjuöflunarleiðir?