12.11.1934
Neðri deild: 34. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1959 í B-deild Alþingistíðinda. (2579)

124. mál, hlutafjárframlag fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi

Gísli Guðmundsson [óyfirl.]:

Það er rétt, sem hér hefir verið tekið fram, að samgmn. hefir ekki haft tækifæri til þess að athuga þá síðustu brtt., er hér liggur fyrir á þskj. 403. Ég sé þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því. að málinu verði frestað og n. fái málið aftur til athugunar, en get lýst yfir því, eins og hv. frsm. n. hefir gert og nokkrir meðnm., eins og t. d. hv. þm. V.-Sk., að ég geri ekki að kappsmáli, hvernig þetta atriði verður afgr. viðvíkjandi ferðunum til Breiðafjarðar, og því síður þar sem fram kemur, að hlutaðeigandi, þ. e. a. s. félagið, sem að skipinu stendur, hefir ekkert á móti því að ganga að þessu. Ennfremur með tilliti til þess, að með till. á þskj. 403, sem þessir sömu flm. bera fram, er upphaflegu till. breytt á þá lund, að ekki er beint skylda, að félagið annist þessar ferðir, ef hægt er að sjá fyrir þeim á annan hátt, og slíka brtt. tel ég eðlilegri en hina. Annars er það svo með ferðir Suðurlands til Breiðafjarðar, að áskilið hefir verið, að þær væru 4 á þessu ári.

Ég vil geta þess hér, að það kom fram í n., að þótt mælt sé með þessu máli, sé það ekki gert á þeim grundvelli, að ætlazt sé til, að fordæmi skapist fyrir samskonar stuðning við aðra flóabáta. Slíkt felst ekki bak við nál., a. m. k. var ekkert um það samþ. í n., og það er rétt, sem hv. þm. Mýr. tók fram, að hér er um nokkra sérstöðu að ræða hvað þetta skip snertir, þar sem það getur komið svo miklum hluta landsins að gagni.