28.11.1934
Efri deild: 49. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1840 í B-deild Alþingistíðinda. (2636)

83. mál, útvarpsrekstur ríkisins

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Þegar mál þetta var síðast til umr. hér í d., tók ég það fram, að ég væri að efni til samþ. brtt. 568,1, að ákvæðin um laun útvarpsstjóra giltu aðeins þar til breytt verði launalögunum. Nú hefi ég móttekið svo hljóðandi bréf frá útvarpsstjóra: „Út af framkominni brtt. í hv. efri deild Alþingis við frv. til laga um útvarpsrekstur ríkisins, snertandi laun útvarpsstjóra, lýsi ég því hér með, að gefnu tilefni, yfir fyrir hinu háa atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti, að ég lít svo á, að hvað sem liður launaákvæðum í skipunarbréfi mínu og ákvæðum útvarpslaga, þá beri mér tvímælalaust að beygja mig fyrir ákvæðum almennra launalaga, hvenær sem þau kunna að verða sett.

Virðingarfyllst Jónas Þorbergsson“.

Með þessu er tryggt það sama og felst í 1. brtt. á þskj. 568, og mun ég því greiða atkv. gegn henni nú, til þess að málið þurfi ekki að tefjast á því að fara til neðri deildar aftur.