14.11.1934
Neðri deild: 36. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1845 í B-deild Alþingistíðinda. (2690)

119. mál, tollundanþága fyrir tunnuefni og hamp

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Að því er snertir síðari hluta brtt. á þskj. 396, má segja, að hann sé ekki mikið atriði út af fyrir sig, og er fyrirsögnin e. t. v. betur orðuð þar. En ég leggst á móti fyrri brtt., meðan ekki er vitað, hvort hægt er að fá bæina til að ganga inn á þetta atriði af fúsum vilja. Er það ákjósanlegri leið en að vera á þennan hátt að rugla hafnarl. og samþykktir. Mér þætti því æskilegt, að hv. þm. sæi sér fært að taka till. aftur að þessu sinni. Getur hann þá flutt hana aftur á næsta þingi, ef engin breyt. hefir þá á orðið. Ef hann vill ekki taka till. aftur, mun ég leggja til í umboði n., að hún verði felld.