16.11.1934
Neðri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1849 í B-deild Alþingistíðinda. (2711)

119. mál, tollundanþága fyrir tunnuefni og hamp

Jón Pálmason:

Ég vil segja örfá orð við þeim andmælum, sem komið hafa fram gegn till. minni.

Hv. frsm. sagði, að þetta mál væri algerlega óskylt tollvernd fyrir iðnaðarvörur. En ég vil benda á það, að þótt frv. væri upphaflega miðað við iðnaðarvörur, getur það nú gilt um hvaða vörur sem vera skal.

Það er alveg rétt hjá hv. 2. þm. N.-M., að eingöngu verði notaðar innlendar trjáplöntur. En þær hafa hingað til ekki hrokkið til, svo að orðið hefir að flytja erlendar trjáplöntur inn, og finnst mér þá ekki viðeigandi að greiða toll af þeim. Annars er þetta lítil og ljós tillaga.