04.12.1934
Neðri deild: 50. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2019 í B-deild Alþingistíðinda. (2731)

104. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Ég get verið stuttorður. Ég hefi lagt fram brtt., sem fer í sömu átt og brtt. frá minni hl. n., sem hér hefir áður komið fram, en að vísu í öðru formi, þess efnis, að heimila hækkun á útborgun áætlunarverðs síldar, á þann veg, sem í brtt. greinir. Ennfremur ákvæði til bráðabirgða, sem leiða að mestu af þeim breyt., sem samþ. hafa verið um stj. verksmiðjunnar.