04.12.1934
Neðri deild: 50. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2022 í B-deild Alþingistíðinda. (2754)

104. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er ómögulegt að verða við ósk hv. þm. V.-Húnv., enda get ég ekki séð, hvernig hægt er að draga síldarverksmiðjurnar út úr „pólitískri togstreitu“ með því að kjósa stjórnina frekar til 1 árs en 3ja ára. Með því móti er þessi „pólitíska togstreita“ háð árlega, en aðeins þriðja hvert ár, ef farið verður eftir minni till.

En ég er hv. þm. sammála um það, að ekki sé heppilegt að fara eingöngu eftir „pólitík“ um stjórn verksmiðjunnar, enda verður það ekki, því þegar til framkvæmdanna kemur, hafa allir stjórnarmennirnir, af hvaða flokki sem er, sömu hagsmuni og sama markmið, að reksturinn gangi sem bezt.