27.10.1934
Efri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1866 í B-deild Alþingistíðinda. (2766)

75. mál, varðskip landsins og skipverja á þeim

Þorsteinn Þorsteinsson:

N. sú, sem kosin var á síðasta þingi til þess að athuga laun starfsmanna ríkisins og gera till. til samræmingar á þeim, er nú langt komin störfum og mun bráðum leggja till. sínar fyrir þingið. N. hefir tekið til athugunar laun sumra þeirra starfsmanna, sem nefndir eru í þessu frv., og þar sem ég geri ráð fyrir, að tekið verði tillit til till. n., verður það aðeins til bráðabirgða, ef farið verður að breyta launum þeirra nú. Sé ég ekki, að ástæða sé til þess að vera að hlaupa í slíkar breytingar á launalögunum, og mun ég því greiða atkv. á móti frv.