08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1869 í B-deild Alþingistíðinda. (2801)

75. mál, varðskip landsins og skipverja á þeim

Pétur Ottesen [óyfirl.]:

Ég minntist á það við 1. umr., að mér þætti undarlega við bregða, að borið skuli fram frv. um breyt. á launakjörum yfirmanna á varðskipunum, þegar í undirbúningi eru víðtækar breyt. á launalöggjöfinni í heild. Það er vitanlega svo með laun þessara manna, að þau eru ákveðin með l. og koma því undir ákvæði launalaganna, þar sem þessir menn eru orðnir starfsmenn ríkisins. Það er því einkennilegt að taka þennan lið út úr og fara að ákveða um hann, þar sem ganga má að því sem sjálfsögðum hlut, að launamálið verður tekið fyrir á næsta þingi. Mþn. í launamálinu hefir nú setið á rökstólum og er komin að því eða búin að ljúka athugun sinni. Það er næsta skrefið, að stj. athugi málið, og hygg ég, að hún geti innt þá athugun af hendi fyrir næsta þing, sem að líkindum á að koma saman um miðjan marz. Ég held því, að það sé réttast og eðlilegast, og að tilgangurinn með þáltill. um endurskoðun launalöggjafarinnar sé sá, að sú athugun nái líka til varðskipanna. Ég vil því gera það að minni till., að málið verði afgr. með rökst. dagskrá, sem ég hér með afhendi hæstv. forseta.