10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2248 í B-deild Alþingistíðinda. (2868)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Frsm. (Páll Þorbjörnsson):

Sjútvn. hefir athugað frv., sem hér liggur fyrir, og hafa henni borizt tilmæli frá vélstjórum og formönnum í öllum stærstu verstöðvum landsins, og höfðu þau verið lögð til grundvallar við flutning frv. Á fundi n. komu sendimenn frá vélstjórafélagi Íslands og mæltu móti því, að frv. væri samþ. í því horfi, sem það er nú í. Þeir gátu þess að þeir væru fylgjandi gagngerðri endurskoðun á löggjöfinni um vélgæzlu og töldu æskilegt, að undirbúningur frv. um það efni væri lagður fyrir næsta þing. Þeir óskuðu ekki eftir því, að hámarkið væri fært upp, og vildu ekki færa það meir en upp í 200 hestöfl. Sumir nm. voru fylgjandi þessu, en aðrir lögðu á móti því. En til samkomulags vilja þeir færa það upp í 250 hestöfl, og leggur n. til, að frv. verði samþ. með þessari breyt., en telur æskilegt, að fyrir næsta þinn verði búið að undirbúa frv. til l. um vélgæzlu, og verði þá leitað umsagnar þeirra, sem bezt vit hafa á þessu efni.