15.12.1934
Neðri deild: 60. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2259 í B-deild Alþingistíðinda. (2892)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Páll Þorbjörnsson:

Hv. Ed. gerði nokkrar breyt. á þessu frv. frá því, sem það var afgr. héðan úr d. Réttindi vélgæzlumanna voru hækkuð upp í 400 hestöfl, en þeim jafnframt gert að skyldu að ganga undir sérstakt próf til að annast gæzlu slíkra véla. Sjútvn. Nd. gat ekki orðið sammála um afgreiðslu málsins, og er ég einn í minni hl. Meiri hl. n. vill færa hámarkið aftur niður í 300 hestöfl, og byggir hún þar einkum á áliti skipaskoðunarmanns ríkisins. En það er að ganga út frá rammskökkum forsendum, því að þetta bréf er miðað við frv. eins og það var upphaflega, en þá var markið 500 hestöfl og engin prófskylda. Ég vona því, að hv. Nd. sjái sér fært að samþ. frv. eins og hv. Ed. gekk frá því.