15.12.1934
Neðri deild: 60. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2026 í B-deild Alþingistíðinda. (2914)

170. mál, Byggingarfélag Reykjavíkur

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það fer e. t. v. betur á því, að einhver grein sé gerð fyrir frv. í þessari hv. d., en það er eins og hv. dm. vita, komið frá hv. Ed., var þar flutt af fjhn. fyrir forgöngu hv. 4. landsk. Ég get upplýst það, að frv. er fram komið í samráði við borgarstjóra og bæjarstj. Rvíkur. Þetta félag, sem hér um ræðir, er fyrsta tilraunin til verkamannabústaðabygginga, sem gerð hefir verið hér á landi. Félagið hóf starfsemi sína á dýrum tíma, svo að þessi hús, sem það reisti, urðu mjög dýr, og lánið, sem til þeirra fékkst, óhentugt, sem sé víxillán og þar af leiðandi dýrt og óhentugt. Lauk svo starfsemi félagsins í bili, að það komst í fullkomin fjárþrot og varð að leita til bæjarsjóðs, sem var í ábyrgð fyrir láninu, og með þessu, að fá lán úr byggingarsjóði til þess að greiða skuldir félagsins, mun það vera tilætlunin að reyna að koma því aftur á réttan kjöl. Þetta var gert í samráði við báða aðalflokkana í bæjarstj., og ætti ekki að vera ágreiningur um málið í sjálfu sér, og mæli ég því með því, að frv. verði samþ., þótt það hafi ekki farið hér til n. Það er að mínu áliti óþarfi.