02.11.1934
Neðri deild: 26. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2027 í B-deild Alþingistíðinda. (2922)

109. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Frsm. (Páll Þorbjörnsson):

Sjútvn. hafa borizt áskoranaskjöl frá ýmsum sjómönnum við Faxaflóa og víðar, m. a. frá sjómönnum í Reykjavík, Keflavík og Vestmannaeyjum, um að framlengja undanþágu þá, sem nú gildir um dragnótaveitar í landhelgi, á svæðinu frá Hjörleifshöfða vestur um að Látrabjargi. Telja þeir, að hér sé um arðvænlegan atvinnuveg að ræða, sem nauðsynlegt sé fyrir þá að mega stunda framvegis. Frv. það, sem hér liggur fyrir og sjútvn. hefir flutt, felur því í sér að heimila dragnótaveiði í landhelgi á þessu svæði um tveggja ára bil ennþá. Aðrar breyt. á hinum gildandi lögum um bann gegn dragnótaveiðum í landhelgi felur frv. þetta ekki í sér. Að sjútvn. flytur frv. þetta, er því sakir þess, að hún treysti sér ekki til að ganga á móti hinum mjög svo almennu kröfum sjómanna í þessu efni. — Óska ég svo frv. vísað til 2. umr.