16.11.1934
Neðri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (3003)

148. mál, stimpilgjald

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þetta frv. er flutt af meiri hl. fjhn. eftir beiðni fjmrh. Frv. er flutt vegna þess, að enn vantar tekjur til þess að fjárl. fyrir næsta ár geti orðið hallalaus. Nú er sá galli hér á, að ekki er hægt að segja um. hve mikið stimpilgjald sem þetta muni gefa af sér. Slíkt stimpilgjald er víða þekkt áður, t. d. um langan tíma í Englandi, og þykir gefast allvel. Það má vitanlega um það deila, hvort heppilegra er, að stimpla tékka og reikninga með sama gjaldi alla, eða mismunandi gjaldi. Ég hygg, að rétt sé að fá reynslu um það, hvernig mismunandi gjald gefst, eins og hér er stungið upp á. Ég hefi svo ekki fleira að segja um þetta mál að svo stöddu, en óska, að því verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr.