24.11.1934
Neðri deild: 45. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2287 í B-deild Alþingistíðinda. (3042)

148. mál, stimpilgjald

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Mér skildist, að sú regla, sem hér hefir verið tekin upp, sé þannig, að stjórnarliðar eða stjórnarandstæðingar sætu hjá, ef svo marga vantaði af andstæðingum, að hlutföllin væru röng í d. miðað við það, ef d. væri fullskipuð, og að svo margir sætu þá hjá, að rétt hlutföll fengjust með og á móti.

Vér þykir eðlilegt, fyrst þessi regla hefir verið tekin upp, að hún sé haldin hér, og vil beina því til hæstv. forseta, hvort ekki sé unnt að gera svo hér. Þetta hefir verið gert tvisvar sinnum, og er einkennilegt, ef stjórnarandstæðingar vilja ekki eins láta það gilda, þó að það sé í þágu stj. Annars veit ég ekki hvort þess er þörf í þessu tilfelli, en ég vildi aðeins vekja athygli á þessu, fyrst hv. þm. Mýr. benti á það.