11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2052 í B-deild Alþingistíðinda. (3051)

176. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Pétur Halldórsson:

Mér þætti fróðlegt að heyra hjá hæstv. fjmrh., hvaða vaxtakjör eru á þeim lánum, sem hér á að endurgreiða. Ennfremur vildi ég vekja athygli á því, að hér er um að ræða 3 innlend lán, sem ætlazt er til, að verði breytt í erlend lán með þessum hætti, og virðist mér þá, að lánsmöguleikar ríkissjóðs innanlands muni vaxa að sama skapi, en væri sá möguleiki notaður, yrði þetta vitanlega til þess að auka skuldir ríkissjóðs.