24.11.1934
Efri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (3095)

155. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Skv. því, sem fram kom við 2. umr. þessa máls, flytur allshn. brtt. við þetta frv. í þá átt, að rýmka skilyrði fyrir því að öðlast ríkisborgararétt, séu menn fæddir af ísl. foreldrum. Ég þarf ekki að tala fyrir þessari brtt. Ég minntist á það við 2. umr., að n. mundi athuga, hvort ekki væri rétt að rýmka þessi skilyrði; sömuleiðis óskaði hv. 1. þm. Skagf. eftir því. Vona ég, að brtt. fullnægi óskum hv. þdm.