11.12.1934
Efri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2304 í B-deild Alþingistíðinda. (3105)

148. mál, stimpilgjald

Jón Auðunn Jónsson:

Þeir, sem mæla með þessu frv., segja, að með því sé ekki tilfinnanlegur skattur lagður á menn. Mér virðist nú hafa upplýstst annað, ef tékkheftin koma til með að kosta kr. 12.50. Margir nota um 20—30 tékkhefti á ári, og verður þetta því talsverður skattur. En aðalagnúinn á frv. er þó sú fyrirhöfn, sem öllum almenningi verður af framkvæmd laganna. Mörg heimili í sveit koma til með að nota þessi merki, og ef maður borgar 50 kr. skuld, þarf að senda á aðra bæi eftir merkjum. Þetta verður því stórbagalegt öllum smærri mönnum, og fyrirhöfnin meiri en skatturinn.