08.11.1934
Efri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2314 í B-deild Alþingistíðinda. (3169)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Jón Baldvinsson [óyfirl.]:

Ég get verið þakklátur hv. samgmn. fyrir að taka til greina till. mína á þskj. 266. Það er vitanlega alveg rétt hjá frsm., að það er ekki sama og framkvæmd, að fá línu tekna upp í símalögin, en það er þó alltaf byrjunin, enda þótt fjárhagur ríkissjóðs ráði mestu um það, hvenær til framkvæmda kemur um verkið.

Þá vildi ég í sambandi við þetta gera þá aths., að mér virðast frv. þau, er hér liggja fyrir. miðuð við skökk lög. Á símalögunum frá 1913 hafa verið gerðar óteljandi breyt., sérstaklega þó með breyt. frá 1929. Ég held því, að miða verði nýjar aukningar á símalínunum við l. frá 1929, og það hefi ég gert að því er snertir frv. mitt á þskj. 266. En hin frv. eru miðuð við l. frá 1913, og fara þar eftir lögbókinni, sem hefir tekið upp 1. frá 1913, en fellt inn í þau breyt., er síðar hafa verið gerðar á þeim l., þó ekki allar. Þannig finnst t. d. ekki í þeim l. lína frá Skálanesi við Seyðisfjörð, sem er í l. frá 1926. Í lögbókinni er þess getið með tilvísun neðanmáls, hvar fellt sé inn í l., en flm. frv. hafa miðað við lögbókina án þess að líta á tilvitnanirnar. Ég vildi því leyfa mér að leggja það til, að hv. n. athugi þetta og leiðrétti, annaðhvort nú þegar eða fyrir næstu umr.