18.10.1934
Efri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2067 í B-deild Alþingistíðinda. (3178)

58. mál, Kreppulánasjóður

Jóhann Jósefsson [óyfirl.]:

Þegar atkvgr. fór hér fram eftir 2. umr., voru svipaðar till. og þær, sem eru á þskj. 472, bornar upp allar í einu lagi.

Till. var í 4 liðum, og er það svo með mig, að ég hefði getað greitt sumum þeirra atkv., en ekki öllum. Held ég, að sjálfsagt hefði verið að bera a. m. k. upp fyrsta lið sér. Þetta liggur nú enn fyrir, og mælist ég til þess við hæstv. forseta, að hann beri upp a-lið brtt. 472 sérstaklega. Hann er um það, að áfengissölubúðir skuli lokaðar frá hádegi á laugardögum og aðfangadögum stórhátíða. Ég sé enga bót í því að opna þannig möguleika fyrir þá, er selja vilja vín á laun, til að auðgast á vínhneigðum mönnum.

Hitt ákvæðið, að lögreglustjórum skuli heimilt að loka útsölu- eða veitingastöðum víns fyrirvaralaust, ef þörf gerist, er vafalaust nauðsynlegt stundum.

Í brtt. frá allshn. á þskj. 521 stendur, að hún sé við 2. gr., en á sýnilega að vera við 22. gr. Þessi brtt., sem samþ. var við 2. umr. og komin er inn í frv., (síðari hluti 22. gr.) er svo fávísleg, að ekki nær nokkurri í átt annað en gr. verði breytt, ef ekki hér, þá í hv. Ed. Þar er hvorki meira né minna ákveðið en það, að ef slys verður af völdum flugmanns, bifreiðarstjóra, skipstjóra eða stýrimanns, þá skal hann missa atvinnuréttinn æfilangt. Þetta er hneyksli, sem ekki nær nokkurri átt. Hv. allshn. hefir viljað bæta úr þessu með því að taka það fram, að slysið verði að koma fyrir við starfið. Hæstv. forsrh. álítur að hér sé enn of langt gengið, svo að óframkvæmanlegt sé. Ég er honum sammála. Er ekkert vit í að setja slík ákvæði, sem allir sjá, að ekki geta orðið annað en pappírsákvæði. Hæstv. ráðh. boðaði, að hann mundi koma með skrifl. brtt. Vænti ég þess, að hún verði svo skynsamlega orðuð, að hægt verði frekar að halda sér að henni en þeim brtt., sem nú liggja fyrir. Hér eru miklar skorður settar við öllum hlutum. Það á nú að kosta atkvgr. enn á ný í kaupstöðum landsins, hvort þar megi selja Spánarvín það, sem flutt verður inn eftir þessum l. Sé ég ekkert gagn að slíku ákvæði, því að þegar heimilt er, eins og nú, að flytja sterka drykki til sumra staða landsins, þýðir lítið að sporna við þeim á öðrum stöðum, og getur það ekki orðið til annars en auka ólöglegt athæfi.

Um brtt. á þskj. 521 er það að segja, að þar skortir á, að gerð sé skýrari grein fyrir því. hvernig þetta muni verða í framkvæmdinni. Þó að þarna séu gefnar hundraðstölur, er erfitt að átta sig á því, hvað áfengið myndi kosta með þessari álagningu.

Um brtt. hv. 3. þm. Reykv. er það að segja, að ekki verður séð, að hún geri annað en undanskilja ræðismenn erlendra ríkja þeirri skyldu, er á þeim hvílir samkv. frv., að gera áfengisverzluninni grein fyrir þeim innflutningi á vínum, er þeir kunna að hafa með höndum. (JakM: Það kemur fram við tolleftirlitið). Hinu þýðir ekki að sporna á móti, að þeir flytji inn vín tolllaust, enda hygg ég, að það út af fyrir sig hafi ekki orðið til skaða bannl. Þetta hefir að vísu verið misnotað í blóra við þá, en ég hefi ekki heyrt, að ræðismennirnir hafi misnotað þetta. Þessi brtt. gerir því ekkert gagn, og held ég, að hún ætti ekki að koma til atkv.