08.11.1934
Efri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2320 í B-deild Alþingistíðinda. (3184)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Jón Baldvinsson:

Ég skil ekki, hvernig hv. flm. frv. á þskj. 49 getur haldið því fram, að þessi fyrirsögn geti staðizt, því sá maður, sem færi að lesa þetta frv., mundi vitanlega fara í l. frá 1913, til þess að sjá, hvaða breyt. væri á þeim gerðar. En þegar hann kæmi að 4. gr. l., þá stendur ekkert um þetta. Það kemur fyrst inn í l. frá 1926.

Mér skilst því, að þetta sé ekki rétt tilvitnun, og að n. verði að breyta því. — En út af því, sem hv. frsm. n. sagði, að það mætti bæta við fyrirsögnina og vitna í seinni l., þá held ég, að það sé heldur ekki rétt. Ég sé, að í l. frá 1929 er aðeins vitnað í tvenn l., l. frá 1919 og l. frá 1926; l. frá 1913 eru þar ekki nefnd. Ég álít því, að rétt væri, að n. gerði þá breyt. á fyrirsögn frv., að það nefndist viðauki við l. frá 1929.