21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2117 í B-deild Alþingistíðinda. (3271)

77. mál, áfengislög

Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Ég er viðriðinn nokkrar brtt., sem ég vil stuttlega drepa á. — Brtt. á þskj. 443 er aðeins leiðrétting, fram komin eftir leiðbeiningu skrifstofunnar, á rangri tilvísun í frv.

Á þskj. 473 er brtt., sem ég að vísu er ekki viðriðinn, en við fyrri umr. flutti ég brtt. við sama atriði. Ég er samþ. þessari till. hv. þm. V.-Sk. og mæli með henni.

Þá er brtt. á þskj. 545 frá meiri hl. allshn., sem ég vil stuttlega skýra frá, þar sem frsm. er ekki viðstuddur. Hún er komin fram eftir beiðni landlæknis. N. leitaði álits stj. læknafélagsins um hana, en hún lét það uppi, að hún vildi ekkert álit frá sér gefa, vegna þess, að ekki næðist til fundar í félaginu. Munu innan stj. sjálfrar hafa verið skiptar skoðanir um þetta efni. Till. gengur út á það, að dómsmrh. skuli setja með reglugerð ákvæði um áfengislyfjasölu lækna og lyfsala, sem engin ákvæði eru um í frv. nú. Sýnist eðlilegt, að sett séu ákvæði um það, hvað mikið megi afhenda hverri lyfjabúð af áfengislyfjum árlega, sem greina sundur drykkjarhæf og ódrykkjarhæf áfengislyf, að enginn lyfsali megi láta úti drykkjarhæf áfengislyf nema samkv. löglegum lyfseðli frá lækni, og að aðrir læknar skuli ekki geta gefið út þessa lyfseðla heldur en þeir, sem fengið hafa til þess leyfi ráðh. og hafa til þess sérstök eyðublöð. Það er litið svo á af mörgum læknum, að ekki sé nauðsynlegt fyrir þá að gefa ávísanir á lyf, sem innhalda áfengi, og vilja þeir jafnvel vera lausir við það vegna kvabbs um slíkt. Vona ég, að hv. d. fallist á þessa brtt.

Þá er varatill. á þskj. 507 við brtt. hv. þm. Borgf. á þskj. 502. Nú vil ég ekki að öllu leyti fallast á brtt. hv. þm. Borgf. En hann hefir hér tekið upp till. um áfengismálaráðunaut, þó þannig, að stórtemplar skuli ávallt vera áfengismálaráðunautur. Ég er samþ. hæstv. ríkisstj. um það, að heppilegra sé, eins og upphaflega var lagt til, að áfengismálatráðunautur þurfi ekki endilega að vera stórtemplar, heldur sé hann sérstaklega valinn eftir leiðbeiningu þeirra félaga, sem að bindindisstarfsemi vinna. En þar sem það hefir verið fellt, mun ég greiða till. hv. þm. Borgf. atkv. Ég tel mikils um vert, að tekið sé upp það fyrirkomulag, sem ræðir um í 5. lið b. á þskj. 502, og sem hv. 1. landsk. gerði till. um við 2. umr., en frestað var til 3. umr. Það er að settar séu upp áfengisvarnanefndir í hreppum og kaupstöðum, kosnar að öðru leyti en því, að formaður átti að vera skipaður af áfengismálaráðunaut. Nú er í till. hv. þm. Borgf. lagt til, að formenn nefndanna séu skipaðir af stórtemplar; ég álít réttara, að ráðh. skipi þá, og um það er varatill. á þskj. 507.

Þá flytjum við hv. 1. landsk. brtt. á þskj. 472 við 12. gr. Það kom fram við umr. um þessa gr. um daginn, að ýmsir, sem til máls tóku, voru á móti a-lið brtt., sem þá var fram borin, þar sem ákveðið var, að útsölustaðir skyldu vera lokaðir til hádegis daginn eftir sunnudaga og stórhátíðir. Og þar sem allir liðirnir voru bornir upp í einu, hygg ég, að þetta hafi orðið til þess, að þessar brtt. féllu. Við höfum því borið fram þessar till. þannig breyttar, að útsölustaðina megi opna kl. 9 daginn eftir helgidaga, og ætlumst til, að hæstv. forseti þurfi ekki að bera upp till. út að b-lið, því þar er aðeins um orðabreyt. að ræða, eins og frv. er nú orðið, en beri síðan sérstaklega upp liðina b, c og d hvern fyrir sig, þar sem ætla má, að a. m. k. einhverjir þeirra verði samþ.

Að lokum vil ég aðeins minnast á tvær brtt. frá öðrum hv. þm. Þær eru á þskj. 521 og er hv. 11. landsk. fyrsti flm. Ég fyrir mitt leyti álít réttara að hafa álagningu á vínin óbundna, þannig að hægt sé að haga henni nokkuð eftir reynslunni. og greiði ég því atkv. á móti till. um það efni. 3. brtt. er ég einnig algerlega mótfallinn. Mér finnst nægilegt, eins og samþ. var við 2. umr., að leyfa veitingar vína aðeins á einum stað og engin ástæða til að veita dómsmrh. vald til að veita undanþágur hingað og þungað, þar sem hér virðist ekki átt við nein sérstök tilfelli, heldur megi koma upp vínveitingahúsum yfirleitt, ef dómsmrh. samþykkir. Einnig skal ég geta þess, að mér finnst ekki sanngjarnt, að útsölulaun séu ákveðin hin sömu á útsölustöðum og veitingastöðum, eins og hv. þm. Borgf. leggur til í brtt. á þskj. 503.