22.11.1934
Neðri deild: 43. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2136 í B-deild Alþingistíðinda. (3290)

77. mál, áfengislög

Stefán Jóhann Stefánsson [óyfirl.]:

Ég ætla að segja nokkur orð, til þess að leiðrétta þann misskilning, sem risið hefir upp út af brtt. minni á þskj. 489. Einn ræðumaður telur ekki rétt, að orðin „eða annar kunnáttumaður“ falli niður. Till. mín miðar að því, að eingöngu þeir framkvæmi þessa blóðrannsókn, sem vissa er fyrir, að hæfir séu til þess verks. Það eru vitanlega aðeins læknar. Það sama verður ekki sagt um efnafræðingana, en þeir eru þeir einn, sem komið geta til mála í þessu tilfelli, fyrir utan læknana sjálfa, og svo hjúkrunarkonur. Læknarnir eiga að ráðstafa blóðinu til rannsóknar, og þó það sé rétt, að þessa rannsókn þyrfti stundum að framkvæma á rannsóknarstöð, þá yrði að gera það á rannsóknarstofu háskólans, sem læknisfróður maður veitir forstöðu.

Aðalatriði þessarar brtt. er það, að þeir einu sönnu kunnáttumenn, læknarnir, framkvæmi þessar blóðrannsóknir. Annað vakti ekki fyrir mér, þegar ég bar þessa brtt. fram. Ég held því, að andmælin gegn henni séu byggð á misskilningi. (GSv: Ég hélt mér eingöngu við það, sem landlæknir sagði).