27.11.1934
Efri deild: 48. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2189 í B-deild Alþingistíðinda. (3323)

77. mál, áfengislög

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti! Ég gat þess í ræðu minni í dag, að ég mundi ekki svara miklu meiru, þótt einhverju yrði beint til mín við þessa umr. Auk þess álít ég þetta kerlinganöldur þeirra hv. 2. þm. S.-M. og hv. 4. þm. Reykv. ekki svara vert. Ég fell því frá orðinu. En ég hefi ekki tekið eftir því, að stungið hafi verið upp á, að málinu yrði vísað til n. Vil ég skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki sé rétt að vísa málinu í nefnd.