10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2334 í B-deild Alþingistíðinda. (3326)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Gísli Guðmundsson:

Ég á brtt. á þskj. 499, og hafa tveir liðir hennar verið teknir upp í till. samgmn. að mestu leyti, og get ég því tekið þá aftur og sömuleiðis tek ég aftur c-liðinn til 3. umr. — Þá á ég brtt. á þskj. 635, sem ég tek aftur til 3. umr. Loks á ég brtt. á þskj. 693 ásamt hv. 6. þm. Reykv., og hygg ég, að hann muni minnast á till.

Út af ræðu hv. þm. Borgf. vil ég segja það, að það voru mjög ómakleg orð, sem hann lét sér um munn fara í garð samgmn. Er illt að hljóta slík óverðskulduð ummæli frá þeim, sem ekki hafa kynnt sér málið. En hv. frsm. n. hefir fyllilega svarað fyrir hönd n.