10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2334 í B-deild Alþingistíðinda. (3341)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Út af fyrirspurn hv. hv. Snæf. skal ég taka þetta fram. N. hefir geri annari till. góð skil, þar sem hún leggur til, að línan frá Ólafsvík að Brimilsvöllum verði tekin upp, og hefir landssímastjóri lagt svo til í sínum till. En að því, er snertir hinn hlutann, eða línuna frá Breiðabólstað út í Brokey, þá vísaði landssímastjóri til áður millifarinna bréfa og erinda, þar sem þetta var afgr. áður en þessi breyt. á landssímalögunum kom til umr. Á 10. fundi samgmn. var tekin ákvörðun um þetta atriði, og vil ég leyfa mér að lesa upp, hvernig afgreiðslan fór fram: „Tekið fyrir erindi frá Jóni V. Hjaltalín í Brokey á Breiðfirði um símalínu frá Breiðabólstað út í eyjuna, svo og bréf landssímastjóra m. m., dags. 5. þ. m. Samgöngumálanefnd samþykkti að leggja til, að fé yrði lagt til þessarar línu sem einkasímalínu frá landssímanum, að lögákveðnum hluta, undir eins og tök eru á og þegar héraðið hefir tryggt fjárframlag að sínum hluta samkv. einkasímalögunum. En þangað til sé hlutaðeigendum gefinn kostur á að leigja þráðlausa firðtalsstöð með góðum kjörum.“

Ég vænti, að hv. þm. Snæf. láti sér nægja þessa skýringu frá n., og sést á þessu, að n. hefir afgr. till. samkv. öðrum gögnum.