17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2342 í B-deild Alþingistíðinda. (3374)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Ég skal geta þess, að þessi till. kemur mér að óvörum, en það gerir ekki mikið til, því það er gott, að þessi tilmæli komi fram.

Ef rétt er skýrt frá því, að línan eigi að liggja um túnið á bænum Þúfu, og þar sem hér er um aukalínu að ræða, þá á að vera auðgert fyrir bóndann að fá símalínu inn til sín, og tel ég ekki rétt að koma með brtt. um það. Ég hefi ekki átt kost á að tala við landssímastjóra um þetta. Ég get ekki fallizt á þessa brtt., en býst við, að það verði talinn gefinn hlutur, að sá bær, sem er í því túni, sem línan liggur um, fái síma. Ég vil því mælast til, að hv. þm. beri ekki fram brtt. um þetta, en láti sér nægja að fá meðmæli mín, ef á þarf að halda. Og býst ég við, að landssímastjóri taki það til greina.