17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2342 í B-deild Alþingistíðinda. (3376)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Ég vil leyfa mér f. h. n. að mótmæla till. Hún er fram komin þannig, að landssímastjóra er ekki gert fært að segja álit sitt um hana. N. fylgir þeirri reglu, að láta enga till. koma fram án þess að landssímastjóri segi álit sitt um hana. Ég hygg, að hv. þm. (PZ) ætti að láta sér nægja þá skýringu, sem ég gaf, og álíta málinu fullborgið. Það er of mikill þrái — svo að ég bæti ekki neinu framan við — að vilja ekki sætta sig við þetta.