28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2357 í B-deild Alþingistíðinda. (3441)

150. mál, fiskimálanefnd

Ólafur Thors:

Ég hefi rætt þetta frv. og aðaltilgang þess allýtarlega á Alþ. meðan stóð yfir eldhúsdagur. Einkum var önnur ræða mín allýtarleg gagnrýni á frv., og þykist ég hafa sannað svo ekki verði véfengt, að allar líkur benda til þess, að lagt verði niður sölusamb. ísl. fiskframleiðenda og tekin upp einkasala. Ég held, að ekki sé þörf af minni hendi að rekja þau rök hér upp aftur eða endurtaka þau, en læt nægja að vísa til fyrri ræðna minna, sem þeir, er þingtíðindin lesa, geta fundið í umr. við frh. 1. umr. fjárl.

En ég vil mælast til þess, að frv. verði vísað að lokinni þessari umr. til sjútvn. Það kemur að vísu frá meiri hl. n., en rétt er, að þetta stórmál fái meiri athugun í nefnd.