28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2363 í B-deild Alþingistíðinda. (3459)

150. mál, fiskimálanefnd

Bergur Jónsson:

Ég skil ekki í því, hvernig á því getur staðið, að hv. 3. þm. Reykv. telur frv. þetta ekki byggt á samvinnugrundvelli. Í 4. gr. l. er þó vísað til 1. um samvinnufél.

Mér virðist vaka fyrir hv. þm., að grundvöllur samvinnufélagsskaparins væri það, að menn hefðu frjálsræði. Það er svo um samvinnufélagsskapinn, að hann selur reglur, er menn verða að hlýða, ef þeir eiga að verða aðnjótandi vissra réttinda. Svo er og um frv. þetta.

Hv. þm. hefir annan skilning á þessu máli en meiri hl. n., og ég hefi enga ástæðu til þess að ætla, að það bæti nokkuð okkar skilning á málinu, þótt við ræddum við hv. sjálfstæðismenn í n. um það.

Ég býst við, að hv. þm. segi það af ókunnugleika, að minni hl. n. hafi eigi haft tækifæri til þess að athuga frv. Minni hl. n. fékk góðan tíma til þess að athuga frv., áður en það kom fram hér í hv. d.